Staðsetning

Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis og öll almenn þjónusta í göngufæri. Góð sundlaug með rennibraut og gufubaði, þreksalur, 18 holu gólfvöllur og þar er einnig að finna Þekkingasetur Suðurnesja – safn sem tengir saman menn og náttúru, sýninguna Heimskautin heilla og Gallerí Listatorg þar sem eru listasýningar og sala á handverksmunum. Mikið líf getur verið við höfnina og gaman að koma þangað. Í nágrenni við Sandgerði er að finna sögulega staði en þar má nefna Hvalsneskirkju, Stafnes og Básenda. Sandgerði er í 8 mín akstri frá fugvellinum og 35 mín frá Höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að leigja smáhýsi sem eru á svæðinu.